Fréttir

 

Harður árekstur á Skeiðavegi

 
 
Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu og viðbragðsaðilum vegna mjög harðs áreksturs tvegga bifreiða á Skeiðavegi við afleggjarann að Blesastöðum á laugardagsmorgun.
 
Sjö manns voru í bifreiðunum, fimm í fólksbifreið sem var ekið inn á Skeiðaveg í veg fyrir jeppa sem í voru tveir menn. Ökumaður og farþegar fólksbifreiðarinnar voru öll flutt með sjúkrabifreiðum á Slysadeild Landspítala í Fossvogi.  Óttast var að kona úr hópnum hefði slasast mjög alvarlega en við frekari rannsókn kom í ljós að svo var ekki.
 
Auk lögreglu og sjúkraliðs voru á vettvangi starfsmenn Brunavarna Árnessýslu, sérfræðingar í bíltæknirannsóknum og vettvangsmælingum.  Einnig kom Rannsóknarnefnd samgönguslysa að málinu.  Ökutækin eru mjög mikið skemmd.
Málið er í rannsókn þar sem farið er yfir alla þætti er varðar akstur bifreiðanna í aðdraganda óhappsins.
 
Þá varð harður árekstur varð á Gaulverjabæjarveig vestan Stokkseyrar seint á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Ölvaður ökumaður ók þar á kyrrstæða bifreið sem hafði verið yfirgefin þannig að hún stóð hálf inn á akbrautinni.  Báðar bifreiðarnar enduðu utan vegar.  
Bifreiðin sem var ekið á þá kyrrstæðu reyndist ótryggð sem þýðir að sá sem varð fyrir tjóninu er berskjaldaður.
 
Eins og áður er komið fram hefur lögreglan á Selfossi verið í herferð við að taka ótryggð ökutæki úr umferð og á þessu ári eru þær orðnar um þrjátíu. Eins og þetta dæmi sýnir er það ekki af ástæðulausu að lögreglumenn fylgist ótryggðum ökutækjum. 
 
Í síðustu viku voru fjórir ökumenn kærðir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. 
 
Lögreglan á Selfossi mun á næstunni fylgjast með því hvort ökutæki séu með skráningarmerki eins og vera ber.
 
 Eins og öllum á að vera kunnugt skal bifreið merkt að framan og aftan með skráningarmerkjum sem tilgreind eru í reglugerð um skráningu ökutækja.  Ef skráningarmerki vantar eða er ógreinilegt þá varðar það 10.000 króna sekt. 
 
 
 
02. mars 2014


Þakkir frá sjúkraflutningamönnum

Okkur sjúkraflutningamönnum í Árnessýslu langar að koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem studdu við bakið á okkur vegna útgáfu og sölu dagatals okkar fyrir árið 2014.
 
Sérstaklega viljum við þakka styrktaraðilum okkar stuðninginn, en þeir eru eftirfarandi: Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Jeppasmiðjan, B.R flutningar, Olís, Bakkaverk ehf, Árvirkinn, AB skálinn, Sólning og Íslandsbanki.
 
Eins viljum við þakka þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem lögðu til gjafir kærlega fyrir, en það eru eftirfarandi: Tommi og Fannar í Tryggvaskála, sem gáfu gjafabréf í Tryggvaskála. Bylgjur og bartar sem gáfu gjafabréf í klippingu fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Bónus sem gaf gjafabréf í verslun. Nettó sem gaf ostakörfur. Björgunarfélag Árborgar sem gaf flugeldapakka. Íslandsbanki sem gaf leikhúsmiða og færði öllum börnunum og unglingunum glaðning frá bankanum.
 
Okkur langar líka að færa þeim Önnu Sigríði Markúsdóttur og Birnu Maríu Þorbjörnsdóttur hjá Íslandsbanka sérstakt þakklæti fyrir þolinmæði og jákvæðni í okkar garð.
 
Einnig fær Laufey Ósk Magnúsdóttir hjá Stúdíó stund fyrir myndatöku á dagatalinu.
 
Eins viljum við færa Hvítasunnusöfnuðinum á Selfossi kærar þakkir fyrir rausnarlegt framlag þeirra.
 
Við viljum líka færa þeim félögum Tomma og Fannari hjá Kaffi krús sérstakar þakkir fyrir dagatalið sem þeir keyptu á uppboði, og einnig Þórði Njálssyni bílstjóra hjá G-Tyrfingssyni, en hann lét sitt boð í dagatalið standa.
 
Eins viljum við færa starfsfólki Suðurland FM kærar þakkir fyrir þolinmæðina og umfjöllunina sem við fengum. Á engan er hallað þegar við þökkum Gulla G sérstaklega fyrir hans þátt í þessu öllu.
 
Að lokum viljum við svo færa ykkur öllum sem keyptuð dagatal kærar þakkir, án ykkar hefði þetta aldrei verið gerlegt.
 
Félag sjúkraflutningamanna í Árnessýslu óskar ykkur öllum gleði og friðar á nýju ári og megi nýja árið verða ykkur óhappa og slysalaust.
 
Fyrir hönd félagsmanna,
Stefán Pétursson,
formaður Félags sjúkraflutningamanna í Árnessýslu.
15. janúar 2014


Mikill erill í sjúkraflutningum

Mikill erill í sjúkraflutningum

Sjúkraflutningamenn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands höfðu í nógu að snúast um helgina en alls voru þeir kallaðir út 29 sinnum frá föstudegi til sunnudags.
 
Að sögn Ármanns Höskuldssonar, yfirmanns sjúkraflutninga HSu, var í fimmtán útköllum um að ræða lífsógnandi tilfelli. Tólf sinnum var um að ræða bráð veikindi eða slys án lífsógnar og í tvígang þurfti að flytja sjúklinga á milli stofnana. Flest voru útköllin í Árnessýslu.
 
Meðal verkefna sem sjúkraflutningamenn voru boðaðir í voru hjartaáföll, heilablóðföll, meðvitundarleysi, öndunarerfiðleikar, bílveltur og slys.
 
Að sögn Ármanns hafði færð nokkur áhrif á störf sjúkraflutningamanna en mikil hálka er í íbúðargötum, og þæfingsfærð var á þjóðvegum.
13. janúar 2014


Sóttu veikan pilt í skála á Hellisheiði

Sóttu veikan pilt í skála á Hellisheiði

Rétt eftir miðnætti í nótt var tilkynnt um veikan unglingspilt í skátaskálanum Bæli á Hellisheiði. Þar sem mikil ófærð var á leiðinni að skálanum voru björgunarsveitir frá Hveragerði og Árborg kallaðar út til að flytja hann í sjúkrabíl.
 
Fóru þrír bílar og snjóbíll á staðinn og með í för voru sjúkraflutningamenn og komu fyrstu menn í skálann um tveimur tímum eftir að útkall barst.
 
Drengurinn var fluttur niður á Suðurlandsveg á Helisheiði þar sem sjúkrabíll beið þess að flytja hann undir læknishendur í Reykjavík. 
12. janúar 2014


Missti þrjá fingur í flugeldaslysi

Maður sem slasaðist alvarlega í flugeldaslysi á gamlárskvöld á Selfossi er nú kominn heim af sjúkrahúsi. Hann missti þrjá fingur annarrar handar alveg og hluta þess fjórða.
Þá er hann nokkuð skorinn á hinni höndinni en önnur meiðsl eru minni.
 
Maðurinn kveðst hafa keypt flugeldinn, sem slysinu olli, hjá einkareknum sölustað í Hafnarfirði og að um hafi verið að ræða svokallaða kúlurakettu.  Hann segist hafa kveikt í rakettunni með venjubundnum hætti, hún hafi farið upp en kúlan sjálf losnað frá og rúllað á jörðinni.  
 
Hann hafi þá tekið kúluna upp en hún sprungið um leið með fyrrgreindum afleiðingum.
Lögreglan á Selfossi vinnur áfram að rannsókn málsins, m.a. með skoðun á sambærilegri vöru.
07. janúar 2014


Beið björgunar ómeiddur á 20-30 metra dýpi

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa náð upp erlenda ferðamanninum sem féll í gjótu á Þingvöllum fyrr í dag. Hann er heill á húfi sem þykir ótrúlegt þar sem hann rann langt ofaní sprunguna.
 
Maðurinn var á gangi þegar snjóbrú sem var yfir gjánni gaf sig og maðurinn féll ofan í gjótuna og hvarf sjónum samferðafólks síns.
 
Björgunarsveitir frá Selfossi, Hveragerði og Mosfellsbæ voru kallaðar út kl. 13:59. Björgunarmaður seig eftir manninum ofan í sprunguna þar sem hann var búinn að koma sér fyrir á syllu og beið björgunar, á 20-30 m dýpi. Hann var svo hífður upp á brún.
 
Um 25 björgunarsveitamenn tóku þátt í aðgerðinni sem lauk rétt fyrir klukkan hálf fjögur.
06. janúar 2014


Réðst á karlinn með brotinni flösku

Á nýársnótt var lögreglan á Selfossi kölluð í hús í Grímsnesi vegna ósættis tengdra einstaklinga, karls og konu.
 
Karlinn hafði veitt konunni áverka í andliti en konan greip til brotinnar flösku og réðist að karlinum með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á baki.  
 
Hann var fluttur á heilsugæsluna á Selfossi þar sem gert var að sárum hans. 
06. janúar 2014


Ekið á vinnandi mann

Ekið á vinnandi mann

Um klukkan eitt síðastliðinn föstudag varð maður fyrir bifreið á Biskupstungnabraut skammt ofan við Brúará. Maðurinn var starfsmaður verktaka sem vinnur að vegabótum á vegarkaflanum.
 
Hann var inni á veginum við mælingar þegar bifreið var ekið til suðvesturs. Sól var mjög lágt á lofti á móti ökumanni sem ekki sá til mannsins fyrr en hann varð fyrir bifreiðinni.  
 
Maðurinn slasaðist illa, handleggsbrotnaði og hlaut mar og bólgur. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild Landspítala þar sem gert var að meiðslum hans. Ökumanninum var komið undir handleiðslu áfallateymis á heilsugæslunni á Selfossi. 
 
Þá féllu tveir erlendir ferðamenn í hálku í uppsveitum Árnessýslu á föstudag.  Annars vegar var það 69 ára karl sem lærbrotnaði við fossinn Faxa í Tungufljóti og hins vegar 58 ára kona sem rann til og úlnliðsbrotnaði við Gullfoss.  Bæði voru flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala. 
06. janúar 2014


Kaffi krús bauð best

Fannar og Tommi taka við árituðu dagatali sem verður mikil veggprýði á Krúsinni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
 
Fannar og Tommi á Kaffi krús á Selfossi tóku í dag á móti árituðu dagatali frá sjúkraflutningamönnum HSu en Kaffi krús bauð best í uppboði á árituðu dagatali sjúkraflutningamannanna.
 
Tvær fjölskyldur langveikra barna fengu afhenta peningagjöf frá sjúkraflutningamönnunum á aðfangadag sem var ágóðinn af dagatalssölunni í desember. Eitt áritað dagatal var boðið upp og lauk uppboðinu á gamlársdag.
 
Kaffi krús átti hæsta boðið og Þórður Njálsson, sem átti næsthæsta boðið, lét sitt boð standa þannig að ágæt upphæð safnaðist á uppboðinu. Hún skiptist á milli fjölskyldna Heklu Bjargar Jónsdóttur í Þorlákshöfn og Alex Ernis Stefánssonar á Selfossi.
 
„Þetta er í annað árið í röð sem við bjóðum upp dagatal og það verður örugglega árlegur viðburður eftir þetta. Undirtektirnar í ár voru betri en í fyrra og við vonum bara að stemmningin magnist enn frekar í kringum uppboðið um næstu áramót og fleiri fyrirtæki taki þátt,“ sagði Stefán Pétursson, formaður félags sjúkraflutningamanna í samtali við sunnlenska.is.
05. janúar 2014


Slösuð kona borin niður úr Ingólfsfjalli

 
Björgunarsveitamenn í Árnessýslu og sjúkraflutningamenn frá Selfossi voru kallaðir út eftir hádegi í dag til þess að sækja konu sem slasaðist á göngu niður úr Ingólfsfjalli.
 
Konan, sem var á vinsælli gönguleið í fjallinu, hrasaði í hálku og slasaðist á hné og hugsanlega víðar auk þess sem hún var orðin köld. Kalt og hvasst er í fjallinu, skafrenningur og nokkur hálka.
 
Ástæður í fjallinu voru nokkuð erfiðar til burðar þar sem nokkur hálka var í fjallinu og talsverður bratti. Konan var stödd um miðja vegu uppi í fjallinu, fyrir ofan Þórustaðanámu. Því þurfti töluverða línuvinnu til að koma henni  í björgunarsveitabílinn.
 
Rúmlega 30 manns frá björgunarsveitum á Suðurlandi og sjúkraflutningum Selfoss tóku þátt í aðgerðinni.
 
Konan var borin niður í björgunarsveitarbíl sem ók konunni að sjúkrabíl sem beið við rætur fjallsins.
 
Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum var einnig á ferðinni í dag til aðstoðar sjúkraflutningamönnum við Geysi þar sem maður fótbrotnaði á öðrum tímanuim í dag.
29. desember 2013


28.12.2013 - Fimmtugasta útkall Eyvindar á árinu28.12.2013 - Vélsleðaslys á Lyngdalsheiði27.12.2013 - Bílvelta við Hellisheiði27.12.2013 - Fluttu veikt barn til Reykjavíkur með aðstoð björgunarsveita24.12.2013 - Dagatalsstyrkur 2013. Færðu Heklu Björgu, Alex Erni og fjölskyldum þeirra góðar gjafir13.12.2013 - Síðustu eintökin af sjóðheitu dagatali13.12.2013 - Mikil og lúmsk hálka í Árnessýslu09.12.2013 - Stúlka féll á eldhúshníf06.12.2013 - Skotmaður slasaðist á Hafnarnesi30.11.2013 - Drengur féll í gegnum þak30.11.2013 - Bílvelta við Þingvelli, ung kona og tvö börn30.11.2013 - Dagatal sjúkraflutingamann 2014 komið í sölu29.11.2013 - Fjórir bílar ultu í mikilli hálku24.11.2013 - Mikill erill í dag í sjúkraflutningum24.11.2013 - Fluttur á sjúkrahús eftir fjórhjólaslys24.11.2013 - Bílveltur og óhöpp um alla sýslu20.11.2013 - Allir sjúkraflutningamenn kallaðir út vegna Rútuslyss19.11.2013 - Minniháttar meiðsli í rútuslysinu19.11.2013 - Allt tiltækt lið kallað út vegna rútuslyss18.11.2013 - Harma fækkun sjúkraflutningamanna05.11.2013 - Gáfu sjúkraflutningamönnum bangsa02.11.2013 - Lúlli löggubangsi slasaðist, fluttur á Bangsaspítalann í sjúkrabíl27.10.2013 - Mistök gerð þegar fyllt var á etanólhylki26.10.2013 - Sprenging í húsi í Hveragerði23.10.2013 - Neyðarflutninganám í fullum gangi20.10.2013 - Nauðlenti á Biskupstungnabraut19.10.2013 - Bílvelta í Kömbunum17.10.2013 - Þyrla kölluð til vegna alvarlegra veikinda06.10.2013 - „Nú er botninum náð“06.10.2013 - Öryggi íbúa og gesta stefnt í voða30.09.2013 - Harður árekstur í Kömbunum28.09.2013 - Ályktun frá stjórn deildar LSS hjá HSU31.08.2013 - Bílvelta, Biskupstungnabraut við Efsta-Dal19.08.2013 - Rotaðist á brúarstólpa16.08.2013 - 12.08.2013 - Slasaðist á vélsleða á Langjökli24.06.2013 - Sluppu vel úr veltu20.06.2013 - Mannbjörg í Reynisfjöru17.06.2013 - Brotlending við Sultartangalón14.06.2013 - Einn á slysadeild eftir bílveltu03.06.2013 - Kamar féll á bifreið26.05.2013 - Þrír mótorhjólamenn slösuðust24.05.2013 - Köfunarslys í Silfru15.05.2013 - Slökkviliðsmenn frá Fjarðarbyggð í heimsókn15.05.2013 - Flóaskóli í heimsókn í Björgunarmiðstöð08.05.2013 - Mikill erill í dag í sjúkraflutningum08.05.2013 - Stórbruni í Brekkuskógi08.05.2013 - Kajakræðari fékk á sig brot, F1 útkall á björgunarsveitir06.05.2013 - Hundur glefsaði í dreng06.05.2013 - Sleginn í höfuðið með öxi22.04.2013 - Harður árekstur í Hveradölum11.04.2013 - Bílvelta á bílastæði FSu Selfossi02.04.2013 - Tvö slys í Grímsnesinu um páskana01.04.2013 - Beltin björguðu er bílstjórinn sofnaði, bílvelta á Skeiðavegi16.03.2013 - Bílvelta í Þorlákshöfn14.03.2013 - Bíll með 7 farþega valt austan við Hvolsvöll11.03.2013 - Leikskólinn Árbær rýmdur vegna reyks04.03.2013 - Bleika gleðivikan HSu Selfossi02.03.2013 - Einn fluttur með þyrlu á sjúkrahús01.03.2013 - Fótbrotnaði í Hrunalaug04.02.2013 - Fór með fingur í vélsög24.01.2013 - Fjögurra bíla árekstur í Kömbunum28.12.2012 - Nokkur bráðaútköll yfir hátíðarnar27.12.2012 - Bílvelta við Óseyrarbrú27.12.2012 - Slösuð kona í Skriðufellsskógi25.12.2012 - Færðu tveimur fjölskyldum góða gjöf23.12.2012 - Uppboði lokið, jólastyrkurinn góði afhentur á morgun20.12.2012 - Síðasta eintakið áritað og boðið upp19.12.2012 - Komu færandi hendi til Thelmu Dísar07.12.2012 - Stórtjón í eldi hjá Flúðafiski07.12.2012 - Ók á ljósastaur á Selfossi01.12.2012 - Seldu síma á uppboði fyrir gott málefni30.11.2012 - Bílvelta við Þingvelli25.11.2012 - Harður árekstur í Þorlákshöfn24.11.2012 - Bílvelta á Helllisheiði24.11.2012 - Bílvelta við Skeiðavegamót21.11.2012 - Ók inn í garð og á hús21.11.2012 - Kynþokkinn lekur af sjúkraflutningamönnunum19.11.2012 - Sluppu vel úr mjög hörðum árekstri12.11.2012 - Dagatal sjúkraflutningamanna 2013 fer að koma í sölu06.11.2012 - Endurskinsmerki, geta bjargað þér og þínum!05.11.2012 - Tveir féllu af þaki og fótbrotnuðu04.11.2012 - Slasaðist alvarlega í bílveltu24.10.2012 - Vörubíll valt í Kömbunum08.10.2012 - Dagbók lögreglu: Höfuðhögg og hraðakstur07.10.2012 - Brann til kaldra kola eftir bílveltu27.09.2012 - Strand á Þingvallavatni24.09.2012 - Fyrsta hálkuslysið í haust18.09.2012 - Frétt af dfs.is (Nýr bílasali tekinn til starfa á Selfossi )18.09.2012 - Bílvelta á Sólheimasandi13.09.2012 - Varð fyrir vatnstanki08.09.2012 - Vörubíll valt við Stóru Laxá20.08.2012 - Bílvelta á Biskupstungnabraut17.08.2012 - Bílvelta á Hellisheiði14.08.2012 - Klemmdist milli dráttarvélar og húsveggs13.08.2012 - Fimmtán slys í síðustu viku11.08.2012 - Handleggsbrot í Húsadal og fótbrot í Galtalæk09.08.2012 - Valt eftir árekstur07.08.2012 - Fimm á sjúkrahús eftir harðan árekstur05.08.2012 - Mjög mikill erill hjá sjúkraflutningamönnum Selfossi